Leita í fréttum mbl.is

brauðfætur

Æfði í morgun og fann að líkaminn er veiklulegur. Ekki sami kraftur. Fór svo að spila kl 17 með Gabriel og gat varla labbað af þreytu. Greinilegt að í þessu eina kílói sem hvarf var ekki bara fita því miður, bara eitt orð sem lýsir þessu fullkomlega.

Mal-nu-triti-ón. kj style

Gat samt alveg spilað sæmilega.

Er að fara á fimmtudaginn til Sevilla að keppa í kaupþingsmóti þeirra spánverja. Mótið fer fram um helgina en við fáum æfingarhring á föstudaginn. Þetta er á Real Club de Golf de Sevilla sem er einn af topp 10 á spáni. fjöldinn allur af huge mótum hafa farið þar fram eins og open de espana og fleiri djúsí ones.

Er búinn að teikna völlinn upp og mæla hann út á google earth eins og ég geri ávallt með nýja velli. Svo koma nákvæmar lengdir inn þegar maður fer æfingarhringinn. Chema ,aka ollie, aka Olazabal hannaði völlinn sem er um 6600 metrar að lengd og par 72. Layoutið er rosalegt, og miðað við það sem maður sér á google earth þá er þetta úber flottur völlur.

Það er vonandi að endúransið verði komið aftur á föstudaginn því það væri synd að fara í mótið með svona brauðfætur, veiklulegur andskoti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 153137

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband