Leita í fréttum mbl.is

Evrópa vann Ryderinn

Ég skrapp upp eftir til að æfa smá og spjallaði við kapteininn þar sem tjáði mér að Evrópa hafði unnið Ryder Cup - inn.

Fyrsta daginn var staðan 6-6. Annan daginn spýtti usa í og staðan orðin 14 og hálf á móti 9 og hálfu stigi evrópu. Það var því á brattan að sækja í gær, síðasta daginn, fyrir evrópu en greinilegt var að rétti andinn sveif yfir vötnum. Eu vann 16 stig síðasta daginn á móti 8 stigum usa og hafði því betur sem nemur 25 og hálfu stigi á móti 22 og hálfu.

Olé, olé, olé, olé. Áfram ási.

Vonandi gengur Evrópu jafnvel og okkur í alvöru Rydernum í dag. Þeir þurfa 7 af 12 vinningum í dag sem er alls ekkert óvinnandi vígi.

Það er alvöru professional mót að byrja núna í La Cala. Allt morandi í ungum breskum stóðhestum sem halda að þeir séu bestir í heimi. Varla auðan blett að finna á reinginu í morgun. Fór svo niður í klúbbhús þar sem pro-am mótið var að byrja og allt á fullu. Þetta mót er á Europro mótaröðinni sem Ivobank sponsar. Þetta er nokkurskonar þriðja deild ef Evróputúrinn væri fyrsta deild.

Öllum hér í húsinu líður hálfskringilega því ég er enn undarlegur í líkamanum eftir þessa matareitrun þar sem ég missti eitt kíló. Maríu líður hálfskringilega líka og Sebastian er enn með hósta og vesen útaf leikskólanum. helv....sýklabæli.

btw. Sebastian vill eiginlega ekkert borða, ef einhver veit um eitthvað bulletproof ráð til að fá börn til að borða þá væri það vel þegið. Drengurinn harðneitar flestu. Gúmmí er hættur að virka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borðar hann vel í leikskólanum?

Það er þannig með gatsmund að hann borðar yfirleitt vel í leikskólanum og oft lítið heima.

Pétur (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

gatsmundur........ :o

hann borðar ekkert þar. morgunmatur hérna og svo kominn heim kl 13 þannig að það er ekki málið.

wir wissen nicht was wir können gemacht....sleipur....

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 21.9.2008 kl. 22:07

3 identicon

æ litli kútur. Hann gæti verid ad taka tennur/ jaxl, gæti verid ìll ì hálsi, èg myndi byrja á ad ùtiloka tetta fyrst og ef hann er full frìskur tá er bara ad taka tessu, hann bordar tegar hann verdur svangur, passa bara ad vera ekki ad gefa honum kex og eda eitthvad milli mála, minnsta svona dregur ùr matarlist

kv kata

kata gudmódir (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 153132

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband