Leita í fréttum mbl.is

Mótið búið

Síðasti dagur mótsins var mjög spennandi og skemmtilegur.

Ég byrjaði á því að labba með bigga hans 18 holur en honum gékk ekki vel. Endaði hringinn á 5 yfir og í heildina var hann á +9, síðastur af þeim sem náðu köttinu.

Team Iceland voru mætt til Spánar vegna móts niðrá Sotogrande og löbbuðu þau einnig með bigga ásamt mér,Staffan,betu og stebba.

Þetta Team Iceland er ekki landsliði Íslands heldur nokkurs konar auka hópur sem saman stendur aðallega af ungu og efnilegu fólki. Í hópnum eru m.a. stebbi már, Sissó, Pétur, Kristján og einhverjar stelpur sem ég veit ekki hvað heita.

anyways.....ég kvaddi svo hópinn eftir að biggi kláraði og fór að fylgjast með Johan Edfors þar sem hann er Úber svalur og var á flottu skori eftir 9. Þannig að ég bjóst við hörku spilamennsku og vildi fá nasaþefinn af því. Þegar ég kom við sögu var hann að byrja 10. brautina. Hann slæsaði fyrsta upphafshöggið sitt og þurfti því að taka annað upphafshögg.

Það slæsaði hann líka og íllt í efni. Hann ákvað að láta staðar numið og tók ekki varabolta. Við röltum því áfram og byrjum að leita að þessum tveim boltum hans. Við fundum síðari boltann en ekki fyrri. Edfors orðinn pirraður.

Síðari boltinn hans lá hálfan meter utan göngustígs í 40° halla. Hann hjakkar hann áfram um ca 50 metra. Pirringurinn nær hámarki hjá honum og hann neglir kylfunni niður í jörðina, og það fast. Þessi gæji er massaður (http://images.google.com/images?source=ig&hl=en&rlz=1G1GGLQ_ISIS248&q=Johan+Edfors&lr=lang_en%7Clang_is&um=1&ie=UTF-8&sa=N&tab=wi)

Hann ætlaði að negla kylfunni í grasið en vill ekki betur til en að hann hittir göngustíginn og kylfan smassast í helming. Þetta var mjög kúl að sjá, því neðri helmingur kylfunnar kastaðist uppí loft og Edfors greip hann svo með sömu hendinni þar sem hinn helmingur kylfunnar var. Hann var ekki lengi að láta kaddíin fela kylfuna því ef einhver dómari hefði séð þetta þá hefði honum sennilega verið refsað heiftarlega.

5.höggið hans kemst svo loks inná grín en hann endaði holuna á 8 höggum sem eru þrír yfir par. Það er vatn við hliðiná gríninu og ég var viss um að hann ætlaði að negla boltanum út í við fyrsta tækifæri.

Þetta var skelfilegt, um leið og ég byrja að fylgja honum þá breytist spilamennskan hjá honum úr -5 á fyrri yfir í tribble á 10.braut......hmmmmmm

En til að gera langa sögu stutta þá labbar hann af gríninu með boltann ennþá í hendinni og verður svo starsýnt á mig þar sem ég sit í grasinu við hliðiná gríninu. Úps......ég byrjaði að svitna.

Þegar hann svo nálgast mig, kastar hann boltanum til mín og gefur mér þennan óheilla bolta. Þetta er Titleist Pro V1x númer 3, merktur með rauðum punkti fyrir ofan þristinn.

ehem....ég ákvað að fylgja honum ekki meir í þeirri von um að honum myndi ganga betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband