Leita í fréttum mbl.is

Kókaín

Ég er búinn að fatta að mitt kókaín er pirringur

Þegar ég verð pirraður þá hugsa ég hratt, skilvirkt og eins og heimurinn sé minn

Ekki ósvipað og menn undir áhrifum kókaíns

Hef reyndar aldrei prófað kókaín en orðið á götunni er að áhrifin séu slík

Það var eitthvað helvítis fólk að kötta fram fyrir mig í kjötborðinu í Nóatúni áðan og ég varð nett pirraður.

Allt í góðu, ég lét það yfir mig ganga en þegar einhverjar mannbleyður ætluðu að troða sér aftur fram fyrir mig þá kikkaði kókaínið inn.

"HVERNIG ER MEÐ ÞESSAR FRANSKAR HJÁ YKKUR!!! ER SÉNS AÐ FÁ EINS OG SIRKA ÞRJÚHUNDRUÐ STYKKI?!!!!!!!!!!"

sagði ég vel hátt og þungur á brún

Ég fann hvernig öll skilningarvit opnuðust við þennan pirring

Ég átti heiminn

Bæði áttu afgreiðslustrákarnir að sjá nokkurn vegin út hver væri næstur. Ef ekki, þá fokkin veit fólk að það er að kötta og á að hafa siðferði til að breyta rétt.

Fékk afgreiðslu

Svo kom ég að kassanum

Ég hélt á DK með hægri, með kjúkling og frönskupoka í vinstri. Wait...there's more.....með hægri hélt ég LÍKA á 2 ltr pespi max og 2 ltr Coke...með puttunum!

Needless to say þá sá ég mjög eftir að hafa ekki tekið körfu eða eitthvað

Allavega....þetta var ekki létt

Ég í þessari stöðu og tveir fyrir framan mig á kassanum. Ekkert mál. Nema hvað.....það var nóg pláss á fokkin rúllubeltinu en konan á undan mér var ekki að nýta plássið.

Hefði maður haft únsu af vitund þá hefði maður rutt til svo maðurinn fyrir aftan, með barnið og vörurnar, gæti komið sínum vörum á beltið.

en nei, nei, fólk getur verið svo ómeðvitað

,,FYRIRGEFÐU, ER MÖGULEIKI Á AÐ ÞÚ HAGRÆÐIR VÖRUNUM ÞÍNUM SVO ÉG KOMIST AÐ MEÐ MÍNAR?!!!"

Djöfull getur maður orðið pirraður stundum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil þig mjööög vel, ég geri slíkt hið sama tjái mig ákveðið og kurteist "fyrirgefði ég var á undan", (eða sendi myrkar bölbænir í huganum ef ég nenni ekki að rífa mig) mitt kók er hinsvegar tímapressa og verkefnaþungi, sem kikkar inn sem wonder drug, aldrei eins skýr og skilvirk.

siss (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 10:17

2 identicon

Skil þig mjööög vel, ég geri slíkt hið sama tjái mig ákveðið og kurteist "fyrirgefði ég var á undan", (eða sendi myrkar bölbænir í huganum ef ég nenni ekki að rífa mig) mitt kók er hinsvegar tímapressa og verkefnaþungi, sem kikkar inn sem wonder drug, aldrei eins skýr og skilvirk.

siss (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband