Leita í fréttum mbl.is

pseudo navn

Margt hef ég verið kallaður í gegnum tíðina......

Siggi = Mamma vildi ekki að ég yrði kallaður Steini

Ígú = Því Viddi kallaði mig einu sinni Sigurð í grunnskólanum en á svo fyndin máta að það kom út sem Zígúrdúr og við styttum það í Ígú. Ég kallaði hann Vaslav.

Gus = Stytting á Siggus sem ég man ekki eftir af hverju ég var kallaður.

Íslandsmeistarinn = segir sig sjálft

Skítur = Þegar ég vann í Rarik á Blönduósi þá voru þeir að leika sér að stríða mér og kölluðu mig alltaf Steina. Ég sagði þá ,,hey, þið megið kalla mig allt annað en Steina". Þeir kölluðu mig því skít.

Folinn á vistinni = Heimavistin á Akureyri var mér góð. Fyrsta árið það er. Svo fór ég að safna bjórvömb.

Ó guð = oft verið kallaður þetta á skeiðvellinum

En núna síðast bara í dag bættist nýtt nafn í sarpinn. Hér fyrir neðan er samtal sem átti sér stað við vatnsbrúsa í einu ónefndu fyrirtæki í kaffitíma.

1: Heyrðu hann stóð sig vel strákurinn í Rétti 2.
2: Já, sammála.
1: Mjög ábyrgðarfullur og var greinilega á fullu að skrá
2: Já einmitt...svo verður hann sko í tveim öðrum þáttum?
1: Nú?
2: Já, er sko réttarritari...og svo líka í áhorfendasalnum
1: Nú bara eins og Eddie Murphy...leikur öll hlutverkin...

EDDIE MURPHY = Vísan í yfirburðar leikhæfileika mína á sjónvarpsskjá landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað ertu nú með halda aftur af þér því ef ég man rétt ertu að gleyma Sössa nafninu sem var líka með nokkrar aðrar afleiður sem þú varst kallaður svo gjarnan og það enn í dag.

-R

Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

viljandi gert. Var bara að tékka hvort menn væru á tánum.

Svo var ég líka kallaður Gibson útaf fyrrv fótboltakappanum Terry Gibson. En það er svo önnur saga út af fyrir sig.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 30.3.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 153134

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband